Prenta |

Hörpulok 2016

þann .

IMG 7842 IMG 7763

Hörpulok í Fossvogsskóla fóru fram í gær í íþróttasal skólans. Hörpulok er árviss viðburður þar sem nemendur 7.bekkjar bjóða foreldrum sínum og starfsfólki skólans til kvöldskemmtunar þar sem boðið er upp á skemmtidagskrá í umsjá barnanna.  Undir skemmtidagskrá gæddu gestir sér á eplaköku og heitu súkkulaði með rjóma sem nemendur reiddu fram undir stjórn Rutar, Guðnýjar og Nínu. Íþróttasalurinn var glæsilegur á að líta eftir að nemendur höfðu skreytt hann með eigin verkum, handunnum blómum úr endurunnu efni, hvítum dúkum og kertaljósum. Skemmtidagskráin bar þess vott að vinna með spjaldtölvur og kvikmyndagerð er komin á gott skrið í skólanum og víst að innan árgangsins er upprennandi listafólk við handritagerð, myndatöku, klippingu o.fl. Við umsjónarkennararnir þökkum nemendum, aðstandendum og samstarfsfólki fyrir frábært kvöld.

Agla og Elsa, umsjónarkennarar 7.bekkjar.

Sjá fleiri myndir

Prenta |

Vorhátíð 2016

þann .

vorhatid

Prenta |

Enn fleiri lestrarhestar

þann .

lestrarh 25mai