Prenta |

Þingvellir

Ritað .

Þann 8.júní fór 5.bekkur á Þingvelli í tengslum við námsefni vetrarins sem var landnámið og landafræði Íslands.

Staðurinn skartaði sínu fegursta og á móti okkur tók fræðslufulltrúi þjóðgarðsins, sem var stórskemmtilegur, og náði Torfi vel til barnanna. Hann leiddi okkur um helstu sögustaðina en kynningin hófst í fræðslusetrinu.

Allir voru glaðir og margs vísari eftir ferðina.

IMG 1281 IMG 1259
IMG 1268 IMG 1269
IMG 1266 IMG 1274

Prenta |

Skólaslit 2016

Ritað .

20160610 134016

Prenta |

Forsetakosningar 2016

Ritað .

IMG 1250

Í bréfi frá umboðsmanni barna stóð m.a. eftirfarandi:

„Börn eiga rétt á því að láta í ljós skoðanir sínar og hafa áhrif á samfélagið, en það kemur meðal annars fram í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013. Hinn 25. júní 2016 verða haldnar forsetakosningar á Íslandi og eru níu aðilar í framboði.

Því hafa Krakka RÚV og umboðsmaður barna ákveðið að standa fyrir forsetakosningum barna og gefa þeim þannig tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós á forsetaframbjóðendum.“

Í tengslum við ofangreint var haldinn kjörfundur þar sem nemendur 5. bekkjar kusu sinn forseta í sér útbúnum kjörklefa með tilhlýðilegum kjörseðli. Kjörstjörn yfirfór kjörseðlana og taldi atkvæðin, niðurstöðu verða sendar til Krakka RÚV.